Við upphaf framkvæmda skiptir miklu máli að vanda vel til verka til að koma í veg fyrir ágreining sem upp getur komið síðar. Því er nauðsynlegt strax í upphafi framkvæmda að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum.

Lagarök lögmannsstofa hefur mikla reynslu á málum er lúta að verktakarétti. Lögmenn stofunnar hafa komið að stórum ágreiningsmálum er lúta að verksamningum og túlkun þeirra. Lögmenn stofunnar taka að sér að veita yfirgripsmikla ráðgjöf til verkkaupa og verksala við gerð verksamninga.