Starfsmenn okkar leggja sig fram við að veita viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Á Lagarökum lögmannsstofu starfa lögmenn með víðtæka reynslu af öllum almennum lögfræðistörfum.

Meðal viðfangsefna stofunnar eru erfðaréttur, félagaréttur, fasteignakauparéttur, forsjármál, innheimtur, leiguréttur, málflutningur, sakamál, samninga- og kröfuréttur, skattaréttur, sjávarútvegs- og hafréttarmálefni, skaðabótaréttur, kaupmálar, skilnaðarmál, skipti dánar- og þrotabúa, stjórnsýsluréttur, vátryggingaréttur, vinnuréttur og verktakaréttur.

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum faglega og persónulega þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög eða fjármálafyrirtæki hér á landi sem og erlendis.