Miklu máli skiptir að vanda vel til verka í fasteignaviðskiptum þar sem oft eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.
Lagarök lögmannsstofa hefur víðtæka sérþekkingu á málum er varða fasteignaviðskipti, svo sem vegna efnda kaupasamninga, gallamála, fjöleignarhúsamála, jarðamála, skipulags- og byggingarmála, uppgjörsmála, forkaupsréttarreglna og húsaleigumála.
Lögmenn stofunnar veita einstaklingum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf í málum er varða fasteignaviðskipti.