Lagarök lögmannsstofa sérhæfir sig í skuldamálum einstaklinga og fyrirtækja og býr yfir víðtækri reynslu af hagsmunagæslu vegna skuldamála. Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli reynslu vegna samskipta við lánastofnanir, umboðsmann skuldara og aðra opinbera aðila.

Í kjölfar bankahrunsins hafa fjöldi fyrirtækja lent í greiðsluerfiðleikum sem nauðsynlegt er að leysa úr. Lagarök lögmannsstofa hefur komið að mörgum slíkum málum þar sem þörf er á að endurskipuleggja rekstur félaga vegna skuldamála þeirra. Þar sem oft er um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða er mikilvægt að leita til sérfræðinga þegar ljóst er að endurskipuleggja þarf rekstur félaga en að mörgu er að hyggja í þeim efnum.

Greiðsluaðlögun:

Einstaklingar í skuldavanda geta lagt fram umsókn um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Skilyrði fyrir því að hægt sé að leita eftir greiðsluaðlögun eru þau að einstaklingur sýni fram á að hann sé eða verði um fyrirsjáanlega framtíð ófær um að standa í skilum með fjárskuldbindingar sínar. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af málum er lúta að greiðsluaðlögun einstaklinga og veita alhliða þjónustu á þessu sviði til einstaklinga í skuldavanda.